„Við getum ekkert stöðvað þessa elda“

Skógareldar geisa í Ástralíu og hefur slökkviliðið ekki tök á eldunum. Eldar eru lausir á að minnsta kosti átta stöðum svo úr verða „gríðarlegir eldar“. Eldarnir hafa þegar lagt um 300 þúsund hektara í auðn og nálgast óðfluga Sidney, fjölmennustu borg Ástralíu. Nánar tiltekið eru þeir um klukkustundar akstri frá borginni. 

Slökkviliðsmenn geta fátt annað gert en að rýma svæði, vernda eignir og vona að rigning sé á næsta leyti með hagstæðri vindátt. 

„Við getum ekkert stöðvað þessa elda. Þeir munu halda áfram að brenna þar til aðstæður verða hagstæðari. Fyrst þá getum við reynt að ráða niðurlögum eldanna,“ segir Rob Rogers aðstoðar slökkviliðsstjóri. 

Miklir þurrkar eru á svæðinu. Skógareldar brjótast úr reglulega á svæðinu vegna þurrka en sérfræðingar segja eldanna fyrr á ferðinni í ár og telja ástæðuna vera meðal annars vegna loftslagsbreytinga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert