Vildi meiða einhvern til að komast í sjónvarpið

Lögregla og slökkvilið fyrir utan Tate Modern-safnið þegar atvikið átti …
Lögregla og slökkvilið fyrir utan Tate Modern-safnið þegar atvikið átti sér stað í sumar. AFP

Táningur játaði í morgun morðtilraun en hann henti barni fram af tíundu hæð á Tate Modern-listasafninu í London í Englandi í sumar. Jonty Bravery, 18 ára, var handtekinn eftir að hann kastaði sex ára frönskum dreng fram af tíundu hæð.

Drengurinn hlaut alvarlega áverka við fallið en fljótlega var þó greint frá því að hann væri ekki í lífshættu. Hann varð þó fyrir meiðslum sem munu há honum alla ævi.

Bravery stóð rólegur eftir að hann kastaði barninu fram af en aðrir safngestir héldu honum föstum þar til lögregla kom á staðinn.

Bravery sagði lögregluþjónum þegar hann var handtekinn að hann hefði ákveðið að meiða einhvern á safninu til að komast í sjónvarpið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert