Fjöldi greina á jólatrénu ekki málið

Jólatréð frá Noregi á Trafalgartorgi í London, höfuðborg Bretlands, þegar …
Jólatréð frá Noregi á Trafalgartorgi í London, höfuðborg Bretlands, þegar ljósin voru tendruð á því í gær. AFP

Sendiherra Bretlands í Noregi, Richard Wood, hefur tekið til varna fyrir jólatréð sem Norðmenn gáfu Bretum á dögunum í samræmi við áratugalanga hefð.

Hefur tréð ekki þótt beinlínis veglegt einkum vegna þess hversu gisið það þykir. Hefur mikið grín verið gert að trénu fyrir vikið og það meðal annars kallað sprek.

„Svona líta 90 ára gömul, 25 metra tré út í náttúrunni,“ er haft eftir honum í frétt AFP. Mikilvægara sé að hugsa til þess sem tréð standi fyrir en þess hversu margar greinar séu á því.

Norðmenn hafa gefið Bretum jólatré allt frá árinu 1947 sem þakklætisvott fyrir stuðning þeirra við norsku þjóðina í síðari heimsstyrjöldinni, en þáverandi konungur Noregs, Hákon sjöundi, neyddist til þess að flýja land undan innrás Þjóðverja og leita hælis í Bretlandi.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert