Sagði Bandaríkin „þjóð illskunnar“ fyrir árásina

Sádi-arabíski maðurinn, sem myrti þrjá í herstöðinni í Pensacola í …
Sádi-arabíski maðurinn, sem myrti þrjá í herstöðinni í Pensacola í Flórída-ríki í gær áður en hann sjálfur var skotinn til bana, kallaði Bandaríkin „þjóð illskunnar“ á samfélagsmiðlum áður en hann lét til skarar skríða. AFP

Sádi-arabíski maðurinn, sem myrti þrjá í herstöðinni í Pensacola í Flórída-ríki í gær áður en hann sjálfur var skotinn til bana, kallaði Bandaríkin „þjóð illskunnar“ á samfélagsmiðlum áður en hann lét til skarar skríða.

Þetta segir hugveitan SITE, sem fylgist með öfgafullum íslamistum á netinu. Nafn árásarmannsins er Mohammed al-Shamrani og hann mun hafa tjáð sig um tilgang árásarinnar á Twitter.

„Ég er á móti illsku og Bandaríkin í heild sinni hefur breyst í þjóð illskunnar,“ skrifaði al-Shamrani, sem var flugnemi við herskólann í Pensacola-herstöðinni.

„Ég er ekki á móti ykkur fyrir að vera bandarísk, ég hata ykkur ekki fyrir frelsi ykkar, ég hata ykkur af því að á hverjum degi styðjið þið, fjármagnið og fremjið glæpi, ekki bara gegn múslimum heldur einnig gegn mannkyninu,“ sagði í Twitter-færslu mannsins, sem hafði einnig vitnað í hryðjuverkamanninn Osama bin Laden í fyrri færslum sínum. Aðgangi mannsins á samfélagsmiðlinum hefur verið lokað.

Samkvæmt frétt New York Times af málinu voru sex sádi-arabískir menn til viðbótar handteknir í flotastöðinni eftir árásina í gær, þar af þrír menn sem sáust taka árásina upp myndband.

Salman Sádakonungur hafði samband við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær og sagði svívirðilegar gjörðir mannsins ekki endurspegla hug sádi-arabísku þjóðarinnar til Bandaríkjamanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert