Átta saknað á Nýja-Sjálandi

AFP

Átta manns er saknað eftir eldgosið á Hvítueyju á Nýja-Sjálandi en fimm eru þegar látnir.

Ekkert bendir til þess að einhverjir þeirra sem er saknað séu á lífi. 

„47 manns voru á eyjunni og við getum staðfest að fimm eru látnir, 31 er á sjúkrahúsi, átta til viðbótar er saknað og þrír hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi,“ sagði lögreglumaðurinn Bruce Bird.

Á meðal þeirra sem er saknað eru ferðamenn frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína og Malasíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert