Rannsókn vegna eldgossins á Nýja-Sjálandi

Horft yfir Hvíteyju.
Horft yfir Hvíteyju. AFP

Lögreglan á Nýja-Sjálandi hyggst hefja glæparannsókn í tengslum við slys og andlát af völdum eldgoss á Whaka­ari eða Hvítey við Norðurey Nýja-Sjálands í gær. Fimm eru látin eftir eldgosið og átta er enn saknað en talið er að þau séu öll látin.

John Tims lögreglustjóri greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Þar kom enn fremur fram að tekist hefði að bjarga 34 af eyjunni en flest þeirra hlutu talsverð brunasár og læknar telja að ekki muni allir lifa af.

Tims sagði að af þeim 47 sem voru á eyjunni þegar gosið hófst hafi verið 24 Ástralar, níu Bandaríkjamenn, fimm heimamenn, fjórir Þjóðverjar, tveir Kínverjar, tveir Bretar og einn frá Malasíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert