Kosið enn eina ferðina í Ísrael

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Kjósendur í Ísrael fara í kjörklefana í þriðja sinn á innan við ári 2. mars á næsta ári þar sem ekki tókst að mynda samsteypustjórn í kjölfar síðustu kosninganna sem fram fóru um miðjan september. Engin fordæmi eru fyrir því að kosið hafi verið svo ítrekað í landinu.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að stjórnmálaflokkarnir hafi haft fram til miðnættis í gærkvöldi til þess að ná samkomulagi um samsteypustjórn en það hafi ekki tekist. Í stað þess hafi þingmenn samþykkt að boðað yrði til nýrra kosninga.

Samtals greiddu 94 þingmenn atkvæði með því að boðað yrði til nýrra kosninga 2. mars en 120 þingmenn eiga sæti á ísraelska þinginu. Enginn greiddi atkvæði á móti tillögunni.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Benny Gantz, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, hafa sakað hvor annan um að bera ábyrgð á stöðunni.

Gantz segir markmið Netanyahus með kosningum að reyna að mynda hægristjórn sem veita muni honum friðhelgi gagnvart ásökunum um spillingu sem hann standi frammi fyrir.

Netanyahu segir Gantz aldrei hafa takið þátt í viðræðum um myndun samsteypustjórnar af heilum hug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert