Bannað að kjósa vegna dóms

AFP

Nýkjörinn ríkisstjóri Kentucky, Andy Beshear, hefur endurvakið rétt fólks sem hefur hlotið dóm til að taka þátt í kosningum. Um er að ræða 140 þúsund manns sem eiga nú rétt á að taka þátt í kosningum í ríkinu en í öllum tilvikum er um að ræða fólk sem ekki hefur verið dæmt fyrir ofbeldisbrot.

Í frétt BBC kemur fram að ríkisstjórinn, sem er demókrati, hafi gagnrýnt hversu margir íbúar í ríkinu hafi ekki kosningarétt. Um 10% íbúa Kentucky á kosningaaldri, 312 þúsund manns, mega ekki taka þátt í kosningum vegna þess að þeir hafa hlotið dóma einhvern tíma á lífsleiðinni.

Andy Beshear var í síðasta mánuði kjörinn ríkisstjóri Kentucy.
Andy Beshear var í síðasta mánuði kjörinn ríkisstjóri Kentucy. AFP

Ríkið hefur hingað til bannað fólki sem hefur hlotið dóm að kjósa. Bannið er fyrir lífstíð.

Ef horft er til svartra kjósenda er hlutfallið meira en fjórðungur atkvæðabærra manna. Eina leiðin til þess að fá kosningarétt að nýju er með því að fá sakaruppgjöf úr hendi stjórnar ríkisins.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert