ESB reiðubúið í viðræður

AFP

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, segir sambandið reiðubúið til að hefja viðræður við Breta að nýju um viðskiptasamband sambandsins við landið. Áherslan verður á að vernda hagsmuni ríkja í Evrópu. Michel segir að leiðtogaráðið sé tilbúið og með á hreinu hvar áherslur þess liggi.

Hann er á leiðtogafundi ríkja ESB þar sem verið er að ræða stöðuna eftir Brexit enda ljóst að Bretar muni yfirgefa ESB 31. janúar.

Boris Johnson segir að hann muni vinna nótt sem dag og endurgjalda kjósendum það traust sem kjósendur sýndu Íhaldsflokknum. Nú þegar aðeins tvö þingsæti eru ekki ljós er flokkurinn með 76 þingsæta meirihluta. Johnson segir að það sé engin spurning eða efasemdir — Bretland yfirgefi ESB í lok næsta mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert