Taílenskt nudd á heimsminjaskrá UNESCO

Hefðbundnu taílensku nuddi (e. traditional thai massage) var bætt á heimsminjaskrá UNESCO í gær. Nuddið fellur í flokk óefnislegra menningarminja.

Nuddið rekur rætur sínar til Indlands en hefur verið stundað í Taílandi í um 2500 ár. Nuddið varð vinsælt þegar sérstakur nuddskóli opnaði árið 1960 en þar voru nuddarar frá öllum heimshornum þjálfaðir í þessari fornu list. 

Hjálpar til við útbreiðslu

Fulltrúi Taílands á fundi Sameinuðu þjóðanna í Kólumbíu sagði að staða nuddsins á skrá UNESCO myndi gefa hefðbundnu taílensku nuddi mikið. 

„Það hjálpar  til við útbreiðslu og ástundun hefðbundins taílensks nudds, bæði í Taílandi og á alþjóðavísu.“

Þrír íslenskir staðir eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þingvellir fengu stöðu á skránni árið 2004, Surtsey árið 2018 og Vatnajökulsþjóðgarður í júlí síðastliðnum. 

Nuddið er aðgengilegt víða um Taíland, bæði í fínustu heilsulindum …
Nuddið er aðgengilegt víða um Taíland, bæði í fínustu heilsulindum og fátæklegum hverfum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert