Birta nafn fyrsta fórnarlambsins

Frá eldgosinu á Nýja-Sjálandi fyrir fimm dögum síðan.
Frá eldgosinu á Nýja-Sjálandi fyrir fimm dögum síðan. AFP

Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá nafni fyrsta fórnarlambs eldgossins á Hvítuey.

Krystal Eve Browitt, 21 árs Ástrali frá borginni Melbourne, var að heimsækja eyjuna með fjölskyldu sinni þegar eldgosið varð, að sögn BBC

Faðir hennar Paul og systir hennar Stephanie eru bæði á sjúkrahúsi alvarlega slösuð.

Kafar­ar leita í sjón­um í kring­um Nýja-Sjá­land að tveim­ur mann­eskj­um sem er saknað, fimm dög­um eft­ir hamfarirnar. Sautján hafa fund­ist látn­ir.

Alls voru 47 á eyj­unni þegar eld­gosið varð. Auk þeirra 17 sem eru látn­ir liggja 27 á sjúkra­húsi, þar af 20 al­var­lega slasaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert