Hariri situr sem fastast

Mótmælendur í Líbanon krefjast breytinga innan stjórnmálakerfis landsins.
Mótmælendur í Líbanon krefjast breytinga innan stjórnmálakerfis landsins. AFP

Michel Aoun, forseti Líbanons, hefur frestað þingfundi í dag þar sem velja átti nýjan forsætisráðherra. Mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því að Saad Har­iri sagði af sér sem for­sæt­is­ráðherra en að sögn Al Arabiya-fréttastofunnar var fundinum freistað að hans beiðni. 

Hariri sagði af sér í lok október eft­ir tvær vik­ur af for­dæma­laus­um mót­mæl­um í Líb­anon. Mót­mæl­end­ur krefjast breyt­inga inn­an stjórn­mál­kerf­is lands­ins. Ekki hefur tekist að finna nýjan forsætisráðherra í stað Hariri. 

Þingfundi hefur verið frestað fram á fimmtudag en útlit er fyrir að þingið kjósi Hariri til áframhaldandi setu á forsætisráðherrastóli. Því má búast við frekari mótmælum. 

Fjöldi fólks mótmælti í Beirút, höfuðborg Líbanons, um helgina. „Hariri mun ekki snúa aftur,“ stóð meðal annars á skiltum mótmælenda, en átök brutust út átök milli hluta þeirra og öryggissveita þar sem yfir 100 manns særðust.

Saad Hariri sagði af sér sem forsætisráðherra í lok október …
Saad Hariri sagði af sér sem forsætisráðherra í lok október eft­ir tvær vik­ur af for­dæma­laus­um mót­mæl­um í Líb­anon. Enn hefur ekki tekist að finna eftirmann hans í starfi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert