Baða sig í jökulköldu vatni

Rússneskur strangtrúarmaður syndir í ísköldu vatni úti fyrir Moskvu.
Rússneskur strangtrúarmaður syndir í ísköldu vatni úti fyrir Moskvu. AFP

Víða um heim er haldið upp á 19. janúar og þess minnst þegar Jesús var skírður í ánni Jórdan. Helgidagurinn er mikilvægur þeim sem aðhyllast kristnar rétttrúnaðarkirkjur, en hefð er fyrir því að baða sig í ísköldu vatni, sem samkvæmt trúnni er heilagt á þessum degi. 

Frá Serbíu.
Frá Serbíu. AFP

Margir trúa því að þessi hefð tryggi hinum trúuðu góða heilsu og hreinsi þá af syndum sínum. Helgidagurinn er mikilvæg trúarhátíð í Rússlandi og annars staðar í Austur-Evrópu. Þá er einnig synt á eftir viðarkrossi í köldu vatni á þrettándanum 6. janúar í ýmsum rétttrúnaðarkirkjum. 

Prestur rétttrúnaðarkirkjunnar í Rússlandi blessar vatnið.
Prestur rétttrúnaðarkirkjunnar í Rússlandi blessar vatnið. AFP

Hér á landi fór Blessun hafsins fram á vegum Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, sem er fyrsti viðburður alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku hér á landi. Timur Zolotoskiy, prestur Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi, stýrði athöfninni. 

Frétt BBC. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert