Bjargað úr klóm mannræningja með hjálp Snapchat

Stúlkan náði að komast í símann sinn þar sem vinir …
Stúlkan náði að komast í símann sinn þar sem vinir hennar gátu séð hvar hún var stödd.

14 ára unglingsstúlka notaði samfélagsmiðilinn Snapchat til að láta vini sína vita hvar hún væri stödd eftir að þrír menn rændu henni og misnotuðu. Vinir stúlkunnar höfðu samband við lögreglu í Kaliforníu-ríki.

Í frétt CNN kemur fram að karlmaður á sextugsaldri, Albert Thomas Vasquez, hafi gefið stúlkunni eiturlyf og hann hafi í framhaldinu numið hana á brott.

Vasquez hringdi þá í tvo menn á fertugsaldri og nauðgaði stúlkunni í bifreið.

Þaðan fóru mennirnir með hana á vegahótel í borginni San Jose í þar sem Vasquez nauðgaði stúlkunni aftur.

Mennirnir þrír sem hafa verið handteknir.
Mennirnir þrír sem hafa verið handteknir. AFP

Þar náði stúlkan að komast í símann sinn og láta vini sína vita í gegnum Snapchat að henni hafði verið rænt. Hún vissi ekki hvar hún var en vinir hennar gátu séð það á korti samfélagsmiðilsins.

Þegar lögregla kom á vettvang var Vasquez að yfirgefa vegahótelið en stúlkan var innandyra. Hann var handtekinn og verður meðal annars ákærður fyrir mannrán og nauðgun.

Hinir mennirnir voru einnig handteknir og verða þeir ákærðir fyrir mannrán og samsæri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert