Milljarðamæringur ákærður fyrir fjársvik

Isabel dos Santos hefur verið ákærð í heimalandinu en hún …
Isabel dos Santos hefur verið ákærð í heimalandinu en hún býr í Bretlandi. AFP

Milljarðamæringurinn Isabel dos Santos hefur verið ákærð fyrir fjársvik að sögn ríkissaksóknara í Angóla. Santos, sem er búsett í London, er sökuð um að hafa auðgast með því að arðræna eigið land, og í gegn­um spill­ingu.

Í skjölum málsins, sem BBC fjallaði um, kom fram að hún á að hafa fengið aðgang að ábata­söm­um samn­ing­um um land, olíu, dem­anta og fjar­skipti þegar faðir henn­ar, José Edu­ar­do dos Santos, var for­seti Angóla. 

Isabel dos Santos er ákærð fyrir peningaþvætti og óvandaða stjórnsýsluhætti er hún stýrði ríkisolíufyrirtækinu Sonangol auk fleiri brota í tengslum við rekstur félagsins segir Helder Pitta Gros, ríkissaksóknari í Angóla, en hann hélt blaðamannafund um málið fyrir skömmu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert