Óléttri konu bjargað úr húsarústum

Björgunarsveitarmenn að störfum í húsarústum nærri upptökum skjálftans í gærkvöldi.
Björgunarsveitarmenn að störfum í húsarústum nærri upptökum skjálftans í gærkvöldi. AFP

Öflugur jarðskjálfti banaði að minnsta kosti 21 í austurhluta Tyrklands í gærkvöldi og yfir þúsund manns eru slasaðir. Hús féllu sum eins og spilaborgir nærri upptökum skjálftans, sem var af stærðinni 6,8. Enn er yfir 30 manns saknað.

Skjálftinn olli miklu tjóni í Elazig-héraði og þar hafa björgunarsveitir unnið að því að leita fólks í húsarústum í nótt. Ríkisfréttaveitan Anadolu greinir frá því að óléttri konu hafi verið bjargað í nótt, eftir að hún hafði legið undir braki í tólf klukkustundir, en skjálftinn reið yfir laust fyrir kl. 21 í gærkvöldi að staðartíma.

Enn er yfir 30 manns saknað, samkvæmt fréttum tyrkneskra miðla.
Enn er yfir 30 manns saknað, samkvæmt fréttum tyrkneskra miðla. AFP

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að allt verði gert til þess að hjálpa fólkinu sem varð fyrir barðinu á skjálftanum. „Við stöndum með okkar fólki,“ sagði forsetinn á Twitter.

Tyrk­land er á brota­belti og þar er al­gengt að jarðskjálft­ar valdi tjóni. Árið 1999 reið hörm­ung­ar­skjálfti yfir vest­ur­hluta lands­ins, en sá var 7,4 að stærð og olli gríðarlegu mann­tjóni. Yfir 17.000 manns lét­ust, þar af yfir 1.000 í Ist­an­búl, stærstu borg lands­ins.

Íbúar lýsa því að skjálftinn hafi verið afar öflugur og …
Íbúar lýsa því að skjálftinn hafi verið afar öflugur og staðið yfir í um það bil 30 sekúndur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert