Ósætti innan flokks Macrons

Cédric Villani og Benjamin Griveaux.
Cédric Villani og Benjamin Griveaux. AFP

Allt bendir til þess að vonir forseta Frakklands, Emmanuels Macrons, um að frambjóðandi flokksins verði næsti borgarstjóri í París séu að engu orðnar.

Cédric Villani, sem er verðlaunaður stærðfræðiprófessor, segir að ef hann verður ekki fyrir valinu sem frambjóðandi flokks Macrons, La République en Marche, muni hann samt sem áður sækjast eftir kjöri sem borgarstjóri. Villani átti fund með Macron í gær og sagði eftir fundinn að það hefði ekki breytt ákvörðun sinni. „Ég ætla að vera áfram trúr Parísarbúum.“

Anne Hidalgo er borgarstjóri Parísar.
Anne Hidalgo er borgarstjóri Parísar. AFP

Skoðanakönnun Odoxa-CGI var birt í gær og samkvæmt henni nýtur Villani trausts 10% kjósenda en Benjamin Griveaux, sem varð fyrir valinu á lokuðum fundi hjá LREM, 16%. Sitjandi borgarstjóri, Anne Hidalgo, sem er frambjóðandi sósíalista, er með 23% stuðning samkvæmt könnuninni og næst í röðinni er Rachida Dati, frambjóðandi repúblikana. Hún er fyrrverandi dómsmálaráðaherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozys.

Rachida Dati.
Rachida Dati. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert