Þota brotlenti í Afganistan

Vélin brotlenti í Ghazni-héraði í austurhluta Afganistan klukkan 13:10 að …
Vélin brotlenti í Ghazni-héraði í austurhluta Afganistan klukkan 13:10 að staðartíma, klukkan 8:40 að íslenskum tíma. Kort/Google

Þota brotlenti í austurhluta Afganistan í morgun. Ekki er ljóst hvort um farþegaþotu er að ræða eða herflugvél. 

Vélin brotlenti í Ghazni-héraði klukkan 13:10 að staðartíma, klukkan 8:40 að íslenskum tíma. Ekki er vitað hversu margir voru um borð en vélin er alelda og eru íbúar í nágrenninu að reyna að slökkva eldinn.

Talsmaður lögreglu í héraðinu hefur staðfest að vélin hafi brotlent en segist ekki vita um hvaða flugvél sé að ræða. Stór hluti héraðsins er undir stjórn talibana sem gerir það erfitt fyrir embættismenn að komast þangað. 

Á samfélagsmiðlum var því haldið fram að þotan væri í eigu ríkisflugfélagsins Ariana en forsvarsmenn þess segja að það sé ekki rétt. Allt flug flugfélagsins í dag hafi verið með eðlilegum hætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert