Maður skotinn til bana í Kristianstad

Lögreglan lokaði af stórt svæði í gærkvöldi vegna árásarinnar.
Lögreglan lokaði af stórt svæði í gærkvöldi vegna árásarinnar. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Komið var með alvarlega særðan mann á sjúkrahús í Kristianstad í Svíþjóð í gærkvöldi og lést hann af völdum sára sinna í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hann var 25 ára gamall. 

Fjölmargar tilkynningar bárust til lögreglu um klukkan 22:30 í gærkvöldi um skothvelli við Långebro. Stuttu seinna fékk lögregla ábendingu um að komið hefði verið með mann með skotsár á sjúkrahús í einkabíl. 

Í frétt sænska ríkisútvarpsins kemur fram að stóru svæði hafi verið lokað af lögreglu en talið er að árásin hafi verið gerð við Långbrogatan. Talsmaður lögreglu vill ekki upplýsa um hvað hafi fundist á vettvangi en lýst er eftir vitnum sem veitt geta upplýsingar um árásina og árásarmanninn eða mennina. 

Frétt Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert