Bretar fluttir frá Wuhan í einangrun

Farþegar með andlitsgrímur á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu.
Farþegar með andlitsgrímur á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu. AFP

Flogið verður með um tvö hundruð breska ríkisborgara frá kínversku borginni Wuhan til Bretlands á morgun og verða þeir settir í einangrun í tvær vikur.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur óskað eftir flutningi fólksins heim til Bretlands og mögulega mun það dvelja í húsnæði hersins. Þar munu þeir eiga kost á heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf, að sögn BBC.

Greint var frá því í morgun að flugfélagið British Airways hefði aflýst öllum beinum flugferðum til og frá Kína vegna kórónaveirunnar.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, yfirgefur Downingstræti 10 í London.
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, yfirgefur Downingstræti 10 í London. AFP

Ástralía, Japan, Bandaríkin og þjóðir Evrópusambandsins ætla einnig að flytja ríkisborgara sína frá Kína til síns heima.

Yfir 130 manns hafa látist af völdum veirunnar, sem hefur breiðst út víðs vegar um Kína og til að minnsta kosti 16 annarra landa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert