Meta á morgun hvort lýsa eigi yfir neyðarástandi

Yfir 130 manns hafa lát­ist af völd­um veirunn­ar, sem hef­ur …
Yfir 130 manns hafa lát­ist af völd­um veirunn­ar, sem hef­ur breiðst út víðs veg­ar um Kína og til að minnsta kosti 16 annarra landa. AFP

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur boðað til neyðarfundar á morgun, fimmtudag, vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Á fundinum verður ákveðið hvort lýsa eigi yfir alþjóðlegu neyðarástandi. 

„Öll heimsbyggðin þarf að vera á varðbergi. Öll heimsbyggðin þarf að grípa til aðgerða,“ sagði Michael Ryan, aðstoðarframkvæmdastjóri WHO á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag. 

Michael Ryan, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir alla heimsbyggðina þurfa að …
Michael Ryan, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir alla heimsbyggðina þurfa að vera á varðbergi vegna kórónaveirunnar. AFP

Yfir 130 manns hafa lát­ist af völd­um veirunn­ar, sem hef­ur breiðst út víðs veg­ar um Kína og til að minnsta kosti 16 annarra landa. Þó svo að tilfellin utan Kína séu enn tiltölulega fá telur stofnunin að veiran geti breiðst enn frekar út utan Kína. 

Flestir sem hafa smitast af veirunni finna fyrir minni háttar einkennum en einn af hverjum fimm finnur fyrir alvarlegum einkennum, svo sem lungnabólgu og öndunarerfiðleikum. 

Verði neyðarástandi lýst yfir mun það leiða til þess að viðbrögð við útbreiðslu kórónaveirunnar verða samræmd á heimsvísu, eða til þeirra 194 landa sem heyra undir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. 

Stofnunin hefur fimm sinnum lýst yfir alþjóðalegu neyðarástandi, meðal annars vegna e-bólu og svínaflensu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert