Tíminn er á þrotum

Tedros Adhanom, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)
Tedros Adhanom, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) AFP

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segir að tíminn til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 sé á þrotum og lýsir áhyggjum yfir fjölda tilfella smitaðra sem hafa engin augljós tengsl við Kína.

Tedros Adhanom lét þessi orð falla í kjölfar þess að Íran tilkynnti um tvö dauðsföll til viðbótar vegna veirunnar, en þau eru orðin fjögur þar í landi.

Sagði Adhanom að tækifærisglugginn sem við hefðum til þess að draga úr útbreiðslu veirunnar væri að lokast, en írönsk stjórnvöld segja að kórónuveiran gæti þess vegna verið komin til allra borga í Íran.

Enn hafa langflestir smitast og látist af völdum veirunnar í Hubei-héraði í Kína. Þó eru staðfest tilfelli utan Kína orðin 1.152 í 26 löndum. Þar af eru átta látnir. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert