Veikur páfi vinnur að heiman

Páfinn snýtir sér á miðvikudag.
Páfinn snýtir sér á miðvikudag. AFP

Frans páfi frestaði opinberum erindagjörðum sínum í dag og hefur ákveðið að vinna að heiman samkvæmt yfirlýsingu frá Vatíkaninu. Páfi afboðaði fyrirhugaða messu í gær vegna „smávægilegs lasleika“.

Frans, sem er 83 ára gamall, hefur verið kvefaður í vikunni en hann sást snýta sér og hósta við messu á miðvikudag.

Á sama tíma og páfinn ákveður að halda sig heima við annan daginn í röð reyna Ítalir að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún hefur náð mestri útbreiðslu í Evrópu þar í landi en smit eru orðin 650 og 17 hafa látist.

Frans páfi vill ekki taka í margar hendur á meðan …
Frans páfi vill ekki taka í margar hendur á meðan hann er slappur. AFP

Ekkert var fjallað um veiruna í yfirlýsingu Vatíkansins.

Fram kemur í frétt AFP að Frans páfi hafi hingað til ekki dregið úr opinberum skyldum sínum en þar þarf hann oft að vera í hópi fólks og taka í margar hendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert