Barst frá Evrópu til New York

Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið stórborgina New York grátt. Sjúkrahús eru yfirfull …
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið stórborgina New York grátt. Sjúkrahús eru yfirfull og byggð hafa verið bráðabirgðasjúkrahús í almenningsgörðum, meðal annars í Central Park. AFP

Kórónuveiran barst fyrst til New York um miðjan febrúar, nokkrum vikum áður en fyrsta smitið greindist á svæðinu, með evrópskum ferðamönnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um í New York Times.

Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið stórborgina New York grátt. Sjúkrahús eru yfirfull og byggð hafa verið bráðabirgðasjúkrahús í almenningsgörðum, meðal annars í Central Park.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á genamengi kórónuveirunnar sem berst milli manna í New York benda til þess að veiran hafi borist talsvert  fyrr til borgarinnar en áður var talið, og að hún hafi aðallega borist með ferðamönnum frá Evrópu, fremur en Asíu.

Frá 31. janúar var engum erlendum ríkisborgara sem verið hafði í Kína síðastliðna 14 daga hleypt inn í Bandaríkin en það var ekki fyrr en 11. mars sem Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að hindra aðgang ríkisborgara flestra Evrópulanda. Í umfjöllun New York Times segir að þá þegar hafi fjöldi borgarbúa verið búinn að bera veiruna með sér frá Evrópu án þess að átta sig á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert