Ákvörðun Trumps sé skaðleg

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, er ósáttur við ákvörðun Trumps.
Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, er ósáttur við ákvörðun Trumps. AFP

Þýsk stjórnvöld hafa gagnrýnt ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta um að skera á tengslin við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) harðlega. Þau segja að þetta séu mikil vonbrigði og skaðleg afturför fyrir heilbrigðismál á heimsvísu. 

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir í færslu á Twitter að WHO verði að fá stuðning eigi stofnunin að gera gagn. 

Hann segir að Evrópusambandið verði að stíga fram og veita auknu fé til stofnunarinnar. Þetta muni verða eitt af forgangsmálum Þýskalands þegar það tekur við formennsku ráðs ESB í júlí. 

Trump sagði í gær að hann hefði ákveðið að slíta á tengsl við WHO sem hefði ekki staðið sig og gert nóg til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á heimsvísu. 

Trump Bandaríkjaforseti er allt annað en ánægður með WHO.
Trump Bandaríkjaforseti er allt annað en ánægður með WHO. AFP

Í síðasta mánuði ákvað forsetinn að frysta fjárframlög til stofnunarinnar, sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar, á þeim grundvelli að WHO hefði staðið sig illa í baráttunni við veiruna. 

Fyrr í þessum mánuði sakaði hann jafnframt WHO um að vera strengjabrúðu stjórnvalda í Kína. Hann sagði jafnframt að framlögin til WHO yrðu fryst til frambúðar nema gerðar væru viðamiklar umbætur á starfsemi stofnunarinnar. 

Spahn segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé slæmt bakslag fyrir heilsufar á heimsvísu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert