Dráp Soleimani ólögmætt

Frá jarðarför Soleimani.
Frá jarðarför Soleimani. AFP

Loftárás Bandaríkjahers sem varð æðsta herforingja Írans, Qasem Soleimani, að bana var ólögmæt. Þetta er niðurstaða skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna í utanréttaraftökum (e. extrajudicial killings).

Samkvæmt skýrslu Agnes Callamard var um að ræða geðþóttaárás sem brýtur gegn stefnu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt Callamard lögðu Bandaríkin ekki fram nein gögn sem staðfestu að Íranir hefðu í hyggju árás gegn hagsmunum Bandaríkjanna.

Callamard talar ekki máli Sameinuðu þjóðanna, en sem sérfræðingur stofnunarinnar mun hún kynna niðurstöður skýrslunnar Mannréttindaráði SÞ á fimmtudag.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/01/11/truflun_og_tiu_sekundur_kostudu_176_mannslif/

Dráp Bandaríkjahers á Soleimani reitti Írana til reiði og gerðu þeir fjölda loftárása á herstöðvar Bandaríkjahers í kjölfarið, auk þess sem Úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af Íransher fyrir mistök skömmu síðar.

Agnes Callamard mun kynna niðurstöður skýrslunnar á fundi Mannréttindaráðs SÞ …
Agnes Callamard mun kynna niðurstöður skýrslunnar á fundi Mannréttindaráðs SÞ á fimmtudag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert