Óhapp við kjarnorkuver í Íran

AFP

Óhapp sem varð við kjarnorkuver í Íran í síðustu viku gæti tafið framleiðslu á búnaði sem notaður er við auðgun úrans að sögn talsmanns kjarnorkumála í Íran. Atvikið átti sér stað við framkvæmdir á vöruhúsi í Natanz en enginn slasaðist og ekki er um mengunarslys að ræða segir í tilkynningu frá kjarnorkumálastofnun Írans.

Sérfræðingar í öryggismálum segja um óhapp hafi verið að ræða og að þeir hafi fundið orsök vandans án þess að útskýra málið frekar. Talsmaður kjarnorkumálastofnunarinnar, Behrouz Kamalvandi, segir í viðtali sem birt var af ríkisfréttastofunni IRNA á sunnudag að tjónið sé aðallega fjárhagslegt. Tafir geti orðið á framleiðslu skilvinda sem notaðar eru við auðgun úrans en Natanz er einn helsti framleiðslustaður þess í Íran. 

Á mynd sem stofnunin birti sést að þak vöruhússins hefur skemmst og eins veggir af völdum elds. Jafnvart virðist sem hurðir hafi farið af hjörum vegna sprengingar innan frá. Ríkissjónvarp Írans birti síðar aðra mynd sem tekin er frá öðru sjónarhorni og þá er eins og tjónið sé sáralítið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert