Mótmælt í Belgrad

Fjöldi lögreglumanna og mótmælenda særðust í óeirðum fyrir utan serbneska þingið í nótt. 

Mótmælin, sem beinast að þeirri ákvörðun stjórnvalda að setja á ný útgöngubann vegna aukinna smita kórónuveirunnar, hófust friðsamlega. 

Eftir því sem leið á kvöldið færðist hiti í mótmælendur og lögregla skarst í leikinn þegar brotist var inn í þinghúsið. Óeirðir brutust út og lögregla beitti táragasi. 

Samkvæmt BBC er talið að öfgahægrisinnar hafi staðið að innbrotinu í þinghúsið. 

Frá og með deginum í dag mega fleiri en 5 ekki koma saman í Belgrad og klukkan 18 að staðartíma á föstudag hefst útgöngubann sem er í gildi fram að mánudagsmorgni. 

Til átaka kom á milli lögreglumanna og mótmælenda.
Til átaka kom á milli lögreglumanna og mótmælenda. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert