Fjölda enn saknað eftir sprengingarnar

Rauði krossinn í Líbanon hefur staðfest að á annað hundrað …
Rauði krossinn í Líbanon hefur staðfest að á annað hundrað séu látin og á fimmta þúsund slösuð eftir sprengingarnar, sem urðu á hafnarsvæði höfuðborgarinnar. AFP

Björgunarsveitir leita nú fjölda fólks sem saknað er eftir tvær sprengingar sem urðu í Beirút, höfuðborg Líbanon, í gær. Talið er að fleiri en hundrað sitji föst í rústum bygginga sem eyðilögðust í sprengingunum.

Rauði krossinn í Líbanon hefur staðfest að á annað hundrað séu látin og á fimmta þúsund slösuð eftir sprengingarnar, sem urðu á hafnarsvæði höfuðborgarinnar.

Talið er að kviknað hafi í vöru­skemmu þar sem for­set­inn Michel Aoun seg­ir að 2.750 tonn af amm­ón­íum-nítrati hafi verið geymd­ við óviðun­andi aðstæður í sex ár. 

Aoun hef­ur boðað rík­is­stjórn Líb­anon á sinn fund í dag þar sem hann mun óska eft­ir því að neyðarástandi verði lýst yfir í land­inu næstu tvær vik­urn­ar, en vísa hef­ur þurft slösuðum frá sjúkra­hús­um vegna anna eft­ir spreng­ing­arn­ar. Þá hefst þriggja daga þjóðarsorg í dag, miðviku­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert