Byssumaður tók sex í gíslingu í banka

Sérsveit frönsku lögreglunnar var send inn í bankann.
Sérsveit frönsku lögreglunnar var send inn í bankann. AFP

Maður sem var vopnaður byssu og tók sex manns í gíslingu í banka í frönsku borginni Le Havre í dag hefur gefið sig fram við lögreglu. Maðurinn á við geðræn vandamál að stríða.

„Gíslarnir hafa verið frelsaðir, eru öruggir og heilir heilsu,“ sagði Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, við fjölmiðla nokkrum klukkustundum eftir að sérsveit frönsku lögreglunnar fór inn í bankann.

Gíslatökumaðurinn, sem er 34 ára gamall, gekk inn í bankann klukkan 16:45 að staðartíma og gafst upp nokkrum klukkustundum síðar. Hann hefur átt við geðræn vandamál að stríða og hefur áður komið við sögu lögreglu vegna frelsissviptingar og vopnalagabrota.

Viðbúnaður á vettvangi var mikill.
Viðbúnaður á vettvangi var mikill. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert