Forsetinn fordæmir ummæli Bidens

Donald Trump og Joe Biden.
Donald Trump og Joe Biden. AFP

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fordæmt ummæli Joe Biden, forsetaefnis demókrata, um svarta einstaklinga. Biden lét ummælin falla nú fyrir skömmu þar sem hann sagði Bandaríkjamenn af spænskum uppruna umtalsvert „fjölbreyttari“ en dökka Bandaríkjamenn. 

Er þetta jafnframt ekki í fyrsta sinn sem Biden lætur fordómafull ummæli falla um svarta einstaklinga. Hann hafði áður sagt dökka Bandaríkjamenn, sem ákveða að kjósa Donald Trump, „ekki svarta“.

Ljóst er að kosningabaráttan er að harðna mjög þessa dagana, en Bandaríkjaforseti var fljótur að gagnrýna ummæli demókratans. „Joe Biden móðgaði og gerði lítið úr svarta samfélaginu í Bandaríkjunum. Það sem hann sagði er ótrúlegt. Við vitum hvað er að honum en það breytir því ekki að þetta var mjög dónaleg yfirlýsing,“ var haft eftir Trump. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert