Skólar í New York opnaðir í september

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York.
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. AFP

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, hefur greint frá því að skólar á svæðinu verði opnaðir í næsta mánuði. Ástæðan þar að baki er lág tíðni smita í ríkinu var haft eftir ríkisstjóranum. 

Þegar ákvörðunin var kynnt hvatti Cuomo skólayfirvöld til að hafa samband við foreldra nemenda og kynna sóttvarnarreglur nánar. Þannig verði skólar í ríkinu að tryggja að foreldrum og nemendum gefist kostur á að fá svör við mikilvægum spurningum. 

Að því er haft var eftir ríkisstjóranum verður ákvörðunin endurmetin reglulega. Þá verður sömuleiðis tryggt að skólarnir verði opnaðir á öruggan máta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert