Frelsa 400 talíbanska fanga

Fangi lítur út um rifu á fangelsi í borginni Jalalabad …
Fangi lítur út um rifu á fangelsi í borginni Jalalabad í Afganistan. AFP

Afganar samþykktu í dag að sleppa 400 herföngum úr hópi talíbana, að sögn aðalsamningamanns Afgana í friðarviðræðum við talíbana. Margir fanganna komu að árásum sem fjöldi fólks lét lífið í. Frelsun talíbananna var samþykkt eftir þriggja daga viðræður. 

„Til þess að fjarlægja hindranir fyrir friðarviðræðum, stöðva blóðsúthellingu, til heilla almennings, samþykkjum við að sleppa 400 föngum eins og talíbanar krefjast,“ tilkynnti Atefa Tayeb fyrir hönd Afgana í lok viðræðna.

150 fanganna á dauðadeild fyrir alvarleg brot

Samkvæmt opinberum lista eru margir fanganna sakaðir um alvarleg brot og komu margir þeirra að árásum sem fjöldi Afgana og erlendra ríkisborgara létust í. 150 fanganna voru á dauðadeild vegna þess. 

„Ákvörðunin hefur fjarlægt síðustu hindrunina á leið okkar til friðarviðræðna,“ sagði Abdullag Abdullah sem skipaður var af afgönskum stjórnvöldum til að leiða samningaviðræður við talíbana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert