Ungbarn og eldri borgarar létust í miklum flóðum

Flóðin hafa valdið miklum skaða á grísku eyjunni Evia.
Flóðin hafa valdið miklum skaða á grísku eyjunni Evia. AFP

Minnst fimm hafa látist í flóðum vegna mikilla rigninga á grísku eyjunni Evia. 

Samkvæmt BBC er átta mánaða ungbarn og fólk á níræðisaldri á meðal hinna látinu. Björgunaraðilar fundu lík þeirra í rústum húsa í þorpinu Politika. 

Tveggja er enn saknað. 

Flóðin hafa valdið miklum skaða á húsnæði og vegum á eyjunni, norðaustur af Aþenu. Fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert