Bróðir Trumps alvarlega veikur

Bandaríkjaforseti.
Bandaríkjaforseti. AFP

Robert Trump,yngri bróðir Donald Trumps Bandaríkjaforseta dvelur nú á spítala í New York-ríki í Bandaríkjunum. Forsetinn staðfesti fregnirnar á blaðamannafundi, en hann hyggst heimsækja Robert síðar í dag. Þetta kemur fram í frétt Reuters um málið. 

Að því er fram kom í máli forsetans á fundinum eru veikindin alvarleg. Trump gaf ekki upp hvers eðlis þau væru. 

„Ég á dásamlegan bróður. Við eigum í mjög góðu sambandi og höfum gert lengi. Ég vona að það verði allt í góðu með hann, en hann er að ganga í gegnum erfiða tíma,“ sagði forsetinn.

Samkvæmt heimildum fréttastofu ABC er Robert Trump „alvarlega veikur“. Ráðgert er að Bandaríkjaforseti komi við á spítalanum áður en hann heldur til Bedminster í New Jersy þar sem hann mun dvelja um helgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert