Kýldi hákarl þar til hann sleppti taki

Frá ástralskri strönd í vikunni.
Frá ástralskri strönd í vikunni. AFP

Hákarl var ítrekað kýldur í trýnið eftir að hann réðst á konu sem var við brimbrettabrun undan ströndum Nýja-Suður-Wales í Ástralíu.

Eiginmaður hennar var að verki en hann brást við með þessum hætti eftir að hákarlinn læsti skolti sínum um fót konunnar.

Að lokum sleppti hákarlinn konunni og eiginmaðurinn hjálpaði henni í land. Var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús, með alvarlega áverka á hægri fæti, samkvæmt umfjöllun BBC.

Sérfræðingar þar syðra telja að konan, sem er 35 ára, hafi orðið fyrir árás ungs hvítháfs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert