Engin sprengja fannst í Eiffel-turninum

Ferðamenn í Parísarborg. Eiffel turninn frægi sést hér í bakgrunni.
Ferðamenn í Parísarborg. Eiffel turninn frægi sést hér í bakgrunni. AFP

Tveimur tímum eftir að Eiffel-turninn í París var rýmdur vegna sprengjuhótunar var starfsfólki og gestum heimilað að snúa aftur í turninn. Þá hafði lögreglan framkvæmt leit í og við minnisvarðann. 

Við leitina fannst ekkert grunsamlegt og frekari upplýsingar um nafnlausa sprengjuhótun hafa ekki verið veittar, að því er New York Times greinir frá. 

Eins og mbl.is greindi frá í morgun var turninn rýmdur eftir að frönsku lög­regl­unni barst sprengju­hót­un. Hót­un­in barst um klukk­an 12 á há­degi að staðar­tíma (10 að ís­lensk­um tíma).

Talsmaður fyr­ir­tæk­is­ins sem rek­ur turn­inn seg­ir í sam­tali við New York Times að lög­reglu hafi borist tilkynning í síma frá manni sem lét ekki nafn síns getið. Turn­inn var því rýmd­ur í ör­ygg­is­skyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert