Engin minkabú eða villt dýr í sirkus

Sæljón í rússneskum sirkus.
Sæljón í rússneskum sirkus. AFP

Frönsk yfirvöld kveðjast ætla smám saman banna minkabú, sem og notkun villtra dýra í farandsirkusum og höfrunga og háhyrninga í sædýragörðum.

Í tilkynningu frá umhverfisráðherranum Barbara Pompili segir að viðhorfið gagnvart villtum dýrum hafi breyst.

„Það er kominn tími til þess að aðdáun okkar á þessum villtu verum þýði ekki lengur að þær endi í ánauð,“ sagði Pompili.

Dýraréttindasamtökin PETA hafa fagnað ákvörðuninni sem sögulegum sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert