Trump og Biden mætast í nótt

Trump og Biden mætast í kvöld.
Trump og Biden mætast í kvöld. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden, forsetaefni Demókrata, mætast í kappræðum í fyrsta skipti í nótt, klukkan eitt að íslenskum tíma, í Cleveland í Ohio.

Kappræðunum verður streymt beint hér á mbl.is.

Kappræðunum er skipt í sex kafla og verður hvert umræðuefni rætt í 15 mínútur. Meðal málefna á dagskrá er skipan dómara í hæstarétt Bandaríkjanna, kórónuveirufaraldurinn, mótmæli gegn lögregluofbeldi í borgum landsins og efnahagsmál.

Kröfur til Biden um að mismæla sig ekki

Samkvæmt greiningu fréttamanns BBC kemur það sér ekki vel fyrir Trump að fréttamaðurinn og demókratinn Chris Wallace hjá fréttastofu FOX muni stjórna kappræðunum, þótt margir kynnu að halda hið gagnstæða. Wallace hafi oftar en einu sinni slegið Trump út af laginu en þótt Trump teljist hliðhollur fréttastofu FOX hefur hann gefið lítið fyrir tilburði Wallace.

Stjórnmálaspekingar vestra hafa sagt að athyglin muni beinast að Joe Biden þar sem áhorfendur eru kunnugir Trump en kröfur verði gerðar til Biden um að sýna yfirvegun og staðfestu í ræðustólnum. Hafa sumir gengið skrefinu lengra og sagt Biden þurfa einungis að gæta þess að mismæla sig ekki, líkt og hann hefur átt til, og þá verði alþýðan ánægð með frammistöðu hans.

Mætast Trump og Biden næst 15. október í Flórída og þarnæst 22. október í Nashville. Þá mætast varaforsetaefnin Mike Pence og Kamala Harris í kappræðum í Utah þann 7. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert