27 í lífstíðarfangelsi í Tyrklandi

Tyrkenska lögreglan stendur vörð fyrir utan dómsalinn.
Tyrkenska lögreglan stendur vörð fyrir utan dómsalinn. AFP

Tyrkneskur dómstóll hefur dæmt 27 fyrrverandi flugmenn og aðra aðila í lífstíðarfangelsi í einum af umfangsmestu réttarhöldunum vegna blóðugrar valdaránstilraunar í landinu árið 2016.

Með henni átti að steypa forsetanum Recep Tayyip Erdogan af stóli.

Fólkið var dæmt fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal morð og tilraun til að taka forsetann af lífi, að sögn fréttamanns AFP í dómsalnum.

Fjölskyldur á leið í dómsalinn skammt frá Ankara í Tyrklandi.
Fjölskyldur á leið í dómsalinn skammt frá Ankara í Tyrklandi. AFP
Erdogan, forseti Tyrklands.
Erdogan, forseti Tyrklands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert