46 ára athafnamaður lést eftir eldsvoða

Tony Hsieh var einungis 46 ára gamall þegar hann lést.
Tony Hsieh var einungis 46 ára gamall þegar hann lést. Ljósmynd/Zappos

Tony Hsieh, fyrrverandi forstjóri skó- og fataverslunarinnar Zappos.com, er látinn. Hann lést eftir eldsvoða á heimili fjölskyldu sinnar í Connecticutríki í Bandaríkjunum. 

BBC greinir frá þessu.

Hsieh var einungis 46 ára þegar hann lést. Hann hafði lokið störfum hjá Zappos mjög nýlega en þar starfaði hann í 20 ár, þar til Amazon keypti fyrirtækið fyrir meira en milljarð bandaríkjadala. 

Samúðarkveðjum rigndi inn á samfélagsmiðla í dag. Zappos gaf út yfirlýsingu þar sem fyrirtækið sagði að heimurinn hefði misst „gífurlegan hugsjónamann“.

Tony Hsieh skrifaði bókina Delivering Happiness sem fjallar um hugmyndafræði hans hvað varðar starfsmenn og viðskiptavini. Þar dregur Hsieh fram mikilvægi þess að stjórnendur horfi bæði til velferðar viðskiptavina sinna og starfsmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert