Abiy segir stjórnarherinn með fullt vald í Tigray

Abiy Ah­med, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu, segir stjórnarherinn hafa náð fullum yfirráðum …
Abiy Ah­med, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu, segir stjórnarherinn hafa náð fullum yfirráðum yfir höfuðstað Tigray héraðs. AFP

Abiy Ah­med, for­sæt­is­ráðherra Eþíóp­íu, segir að stjórnarher landsins sé nú kominn með fullt vald á Mekele, höfuðstað Tigray. Leiðtogi stjórnarandstæðinga úr hópi Tigray segir að áfram verði barist til að verja sjálfstjórn svæðisins.

Hundruð hafa látist og þúsund eru á vergangi vegna átakanna sem byrjuðu fyrr í þessum mánuði eftir að Abiy tilkynnti um aðgerðir gegn TPLF, stjórnmálaflokki Tigray, en hann sakar liðsmenn flokksins um árásir gegn þeim hluta eþíópíska hersins sem hafði aðsetur í Mekele. Sakaði hann TPLF jafnfram um að grafa und­an stjórn­völd­um og for­sæt­is­ráðherr­an­um sjálf­um.

Þá er ekki langt síðan að yf­ir­maður í eþíópíska hern­um sakaði Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóra Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO), um að liðsinna Tigray­um, en Ghebr­eyes­us er sjálf­ur af þjóðar­broti Tigray. Hann brást ekki við ásök­un­un­um.

Um 109 millj­ón­ir manna búa í Eþíóp­íu, þar af eru tæp­lega 9 millj­ón­ir Tigray­ar, lang­flest­ir krist­inn­ar trú­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert