„Tilfinningaþrunginn dagur á fjallinu K2“

Sergi Mingote lést á leið sinni niður að þriðju búðum …
Sergi Mingote lést á leið sinni niður að þriðju búðum á K2. Ljósmynd/Twitter

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson vottaði í kvöld fjölskyldu Sergi Mingote samúð sína, en Mingote lést á K2 í gær þegar hann var á leið niður í þriðju búðir ásamt félögum sínum. John Snorri segir daginn hafa verið tilfinningaþrunginn. 

Hann féll á leiðinni og var úr­sk­urðaður lát­inn skömmu síðar. For­ystu­menn í spænsk­um stjórn­mál­um syrgðu Mingote á sam­fé­lags­miðlum, enda þjóðþekkt­ur og sömu­leiðis virk­ur í stjórn­mál­um fyr­ir sósí­al­ista.

Spán­verj­inn var á þessu öðru hæsta fjalli heims í von um að ná þeim sögu­lega áfanga að kom­ast upp á topp að vetri til. Ann­ar hóp­ur varð fyrri til með það mark­mið í morg­un. Þar var hóp­ur nepalskra manna á ferð und­ir for­ystu Mingma Gya­bu Sherpa, heims­frægs fjallagarps. John Snorri er einnig staddur á K2. 

„Ég naut þeirra forréttinda að þekkja frækna fjallgöngumanninn Sergei Mingote. Við hittumst fyrst í Nepal þegar ég kleif Manaslu árið 2019. Við höfðum þegar ákveðið að hittast í Ölpunum á næsta ári og klifra saman,“ skrifar John Snorri á Facebook. 

„Kæri vinur þú skilur eftir þig stórkostleg afrek í heimi fjallaklifursins og þín verður minnst fyrir afrek þín og anda,“ skrifar John Snorri. 

Today was emotional day on the mountain K2. I had the privilege to know the great mountaineer Sergi Mingote. We first...

Posted by John Snorri on Laugardagur, 16. janúar 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert