Kim Jong Un hnyklar vöðvana

Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu, var viðstaddur umfangsmikla hersýningu í höfuðborginni Poyngyang í vikunni þar sem ný flugskeyti hersins voru til sýnis sem hægt er að skjóta úr kafbátum. Tímasetningin þykir táknræn og á að sýna styrk hersins í aðdraganda forsetaskiptanna í Bandaríkjunum. 

Sýningin var lokahnykkur á aðalfundi Verkamannaflokksins í landinu sem haldinn er á fimm ára fresti. Á fundinum lýsti Kim Jong Un því meðal annars yfir að Bandaríkin væri helsti óvinur Norður Kóreu. 

Flugeldum var skotið á loft við Kim Il Sung-torg í …
Flugeldum var skotið á loft við Kim Il Sung-torg í höfuðborginni þegar aðalþingi Verkamannaflokksins lauk. Myndin var tekin i gær og send á fréttveitur af KNCA sem er ríkisfjölmiðillinn í landinu. AFP

Í myndskeiðuðunum má sjá myndir af sýningunni sem var býsna tilkomumikil. Þar heyrist líka í skörulegum fréttamanni þjóðarfréttastofunnar KNCA segja frá nýjasta vopni hersins sem stjórnvöld hafa sett mikið púður í að kynna. „Heimsins kraftmesta vopn, flugskeyti sem skotið er úr kafbátum, koma inn á torgið hvert á fætur öðru og sýna styrk hersveitanna.“

Búist er við að Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, muni beita hefðbundnari diplómatískum leiðum í samskiptum sínum við stjórnvöld í Norður Kóreu en Donald Trump hefur gert. Áður en kemur að því er lögð mikil áhersla á að sýna hernaðarstyrk af Kim Jong Un og stjórnendum Verkamannaflokksins. Fréttaskýrendur AFP segja ómögulegt að segja til um hvort flugskeytin virki jafn vel og þau eru sögð gera.

Þetta var áttunda aðalþing Norður Kóreyska Verkamannaflokksins sem haldið hefur …
Þetta var áttunda aðalþing Norður Kóreyska Verkamannaflokksins sem haldið hefur verið en flokkurinn hefur verið við völd í landinu síðan árið 1948. AFP
Norður Kóreyski herinn sýnir byssurnar.
Norður Kóreyski herinn sýnir byssurnar. AFP
Mikil hefð er fyrir tilkomumiklum hersýningum í Norður Kóreu.
Mikil hefð er fyrir tilkomumiklum hersýningum í Norður Kóreu. AFP
Stjórnvöld í Norður Kóreu segja að tilkoma flugskeyta hersins styrki …
Stjórnvöld í Norður Kóreu segja að tilkoma flugskeyta hersins styrki hann í sessi. Með því að skjóta kjarnorkusprengjum á loft úr kafi sé hægt að gera skyndiárásir á Bandaríkin. AFP
Kjarnorkuskeyti Norður Kóreumanna. Kim Jong Un tilkynnti á aðalþingi flokksins …
Kjarnorkuskeyti Norður Kóreumanna. Kim Jong Un tilkynnti á aðalþingi flokksins að nú væri unnið að því að hanna og smíða kjarnorkuknúna kafbáta til að flytja skeytin. AFP
Leiðtoginn klæddist svörtum leðurfrakka og loðhúfu við tilefnið.
Leiðtoginn klæddist svörtum leðurfrakka og loðhúfu við tilefnið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert