Segist munu snúa aftur

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist myndu snúa aftur með einhverjum hætti áður en hann gekk um borð í forsetaflugvélina Air Force One sem flýgur nú með hann til Flórída.

„Þetta hafa verið ótrúleg fjögur ár,“ sagði hann í stuttu ávarpi til starfsfólks, stuðningsmanna og fjölskyldu sinnar á Andrews-herflugvellinum fyrir utan Washington.

„Við höfum áorkað svo miklu saman,“ bætti hann við. „Ég mun alltaf berjast fyrir ykkur.“

Minntist ekki á Biden

Hann óskaði nýju ríkisstjórninni heilla og árangurs, án þess þó að minnast á arftaka sinn með nafni.

„Það var minn mesti heiður og mín mestu forréttindi að vera forseti ykkar,“ sagði forsetinn að lokum. „Eigið gott líf.“

Trump verður í Flórída þegar Biden sver embættiseið við innsetningarathöfn á tröppum þinghússins á hádegi að staðartíma, klukkan 17 að íslenskum tíma, í stað þess að vera viðstaddur athöfnina eins og hefð er fyrir.

Er hann fyrsti forsetinn í yfir 150 ár til að hunsa athöfnina.

Forsetinn ávarpaði lítinn fjölda stuðningsmanna á flugvellinum.
Forsetinn ávarpaði lítinn fjölda stuðningsmanna á flugvellinum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert