Órangútanar fljúga heim á leið

Flogið hefur verið með tíu órangútana aftur til heimkynna sinna á Borneó-eyju í Indónesíu.

Þetta er í fyrsta sinn í heilt ár sem aparnir komast út í villta náttúruna vegna hættunnar á smiti af völdum kórónuveirunnar.

Vegna veirunnar þótti öruggara að flytja þá í flugvél heldur en að fara land- eða sjóleiðina, sem tekur einnig mun lengri tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert