Óttinn við einræði drifkrafturinn

Óttinn við nýja ógnar- og einræðisstjórn hersins er drifkrafturinn á bak við öflug mótmæli sem ekkert lát er á í Mjanmar. Þetta segir Tom Andrews, sérfræðingur SÞ, í málefnum ríkisins þar sem unga kynslóðin hefur sýnt mikinn kjark í mótmælum frá því að herinn hrifsaði völdin í byrjun mánaðarins.

Í þessu sjö mínútna langa myndskeiði frá AFP fréttaveitunni er staðan í ríkin rakin en Andrews segir að í ríkinu muni fólk vel eftir grimmilegri einræðisstjórn hersins sem hélt þar völdum í 49 ár. Fjórir hafa látið lífið frá því að herinn náði völdum og AFP segir að yfir 680 manns hafi verið teknir höndum í mótmælunum sem hafa verið um allt landið.

Herinn hefur gefið það út að nú ríki neyðarástand yfir í landinu og að sú staða muni haldast í eitt ár en að því tímabili loknu muni verða haldnar aðrar kosningar. Því loforði taka flestir greinendur með fyrirvara.

Ekkert lát er á mótmælum við aðgerðum hersins í Mjanmar.
Ekkert lát er á mótmælum við aðgerðum hersins í Mjanmar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert