Bólusetningar „vikum á undan áætlun“

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að 50 milljónir skammta af bóluefni við Covid-19 hafi verið notaðir síðan hann tók við embætti og segir að stjórnvöld séu „vikum á undan áætlun“.

Þegar Biden tók við embætti lofaði hann því að 100 milljónir skammta yrðu notaðir á fyrstu 100 dögum hans í starfi. Gagnrýnendur hans sögðu ólíklegt að markmiðið myndi nást. Núna segir Hvíta húsið að það muni ná því auðveldlega.

„Við erum á hárréttri leið þrátt fyrir allan glundroðann þegar við tókum við,“ sagði Biden og bætti við að fólk hafi verið bólusett á tvöfalt meiri hraða eftir að hann tók við embætti fyrir sex vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert