Brenndu heimili og skutu íbúa

Lögreglan í Nígeríu bregst við fyrri árás gengisins.
Lögreglan í Nígeríu bregst við fyrri árás gengisins. AFP

Þjófagengi myrtu hið minnsta 18 manns í nokkrum árásum á minni þorp í Kaduna-héraði í Nígeríu. 

Menn á mótóhjólum, vopnaðir skotvopnum, fóru í þorp í Igabi- og Chikun umdæmum á þriðjudag og miðvikudag og skutu íbúa, brenndu heimili þeirra og stálu búfé. 

Samuel Aruwan, yfirmaður öryggismála í Nígeríu, segir að hið minnsta 18 einstaklingar hafi verið skotnir til bana í árásunum. Þá hafi einhverjum verið rænt, en ekki er vitað hve mörgum. 

Ótilgreindur fjöldi slasaðist í árásunum og fær nú aðhlynningu á sjúkrahúsum Kaduna. 

Aruwan telur að árásirnar séu hluti af hefndaraðgerðum eftir að nokkrir liðsmenn gengisins létust í loftárásum í kjölfar þess að þrír létust í ráni gengisins snemma á þriðjudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert