Kínverski rafbíllinn sem skákar Teslu

Hong Guang Mini EV fer sigurför um Kína um þessar …
Hong Guang Mini EV fer sigurför um Kína um þessar mundir. Ljósmynd/Wikipedia

Kínverskur rafbíll fer nú sigurför um Kína og er farinn að seljast betur heldur en Teslur þar í landi, enda ekki á færi allra að festa kaup á lúxusbílnum síðarnefnda.

Hong Guang Mini EV kostar 3.200 pund sem samsvarar 591 þúsund krónum miðað við gengið í dag en kínverska og jafnframt ríkisrekna fyrirtækið SAIC Motor framleiðir bílana í samstarfi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors.

Í janúarmánuði voru sölutölur bílsins tvöfalt hærri heldur en sölutölur Teslu en nýverið hefur verið greint frá öryggisbresti hjá bifreiðarisanum síðarnefnda. 

Ódýrasta módelið, Hong Guang Mini EV, nýtur mestra vinsælda en á 5.000 pund eða um eina milljón er hægt að fá nýrri útgáfu af bílnum með loftræstingu. 

Umfjöllun BBC 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert